Byggt við Fosshótel á Fáskrúðsfirði

Famkvæmdum á nýrri byggingu við Fosshótel Austfjarða í franska spítalanum á Fáskrúðsfirði er lokið og farið er að taka á móti gestum á stærra hóteli. Fyrstu gestir gistu í nýju byggingunni aðfaranótt 4. júní.

Á undanförnum árum hefur Minjavernd staðið fyrir því að gerð hafa verið upp og endurbyggð hús frá tímum franskra sjómanna við Íslandsstrendur á Fáskrúðsfirði. Þetta eru kapella og sjúkraskýli sem reist voru í lok 19. aldar auk Franska spítalans sjálfs, líkhúss og læknishúss reistum í upphafi 20. aldar.

Íslandshótel hf. leigir stærstan hluta hinna endurbyggðu húsa undir hótel en Fjarðabyggð leigir hluta Læknishússins og tengingu þess við Franska spítalann undir safn um tíma franskra sjómanna við íslandsstrendur.

Fljótlega varð ljóst að fjölga þyrfti herbergjum umfram það sem gerlegt var að koma fyrir í gömlu húsunum. Nú hefur því verið reist nýbygging vestan Franska spítalans í sama stíl og hin endurbyggðu hús. Þykir hafa tekist vel til að viðhalda heildarbrag svæðisins.

Hótel hefur verið rekið í endurbyggðu húsinum árinu 2014 og var fjöldi herbergja fram að þessu 26. Herbergjum hefur með nýbyggingunni fjölgað í 47.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.