Breiðdælingar móta framtíðina: Styrkjum úthlutað fyrir 5 milljónir króna

„Breiðdælingar móta framtíðina“ er yfirskrift byggðaþróunarverkefnis í Breiðdalshreppi, sem leitt er af Byggðastofnun í samstarfi við Breiðdalshrepp, Austurbrú, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Háskólann á Akureyri og íbúa Breiðdalshrepps.

 

Verkefnið byggir á þeirri hugmyndafræði að stofnanir, sveitarfélag og íbúar leggi saman krafta sína eflingar byggðar í stað þess að stofnanir eða stjórnvöld komi með lausnir sem ekki eru sprottnar innan frá.

 

Verkefnisstjórn verkefnissins úthlutaði á fundi sínum þann 13. maí síðastliðinn styrkjum til 9 verkefna fyrir alls 5 milljónir króna. Auglýst var eftir umsóknum um styrki og bárust 14 umsóknir.

 

Hið Austfirzka bruggfjelag ehf og Breiðdalsbiti hljóta við uthlutunina stærstu styrkupphæðirnar. Lista yfir alla styrkþegana og styrkupphæðir má sjá hér að neðan.


Hið Austfirzka bruggfjelag ehf           1.000.000 kr.
Breiðdalsbiti                                       950.000 kr.
Upplýsingamiðstöð á Breiðdalsvík        800.000 kr.
Breiðdalssetur ses. v/ göngukorts        700.000 kr.
Menningardagur í Breiðdal                  500.000 kr.
Tónleikar „Rock the boat“                   450.000 kr.
Minjagripir úr ull                                300.000 kr.
Breiðdalsgáttin „pointless door“          150.000 kr.
Vegamót                                          150.000 kr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.