Bjargráðasjóður fær fé til að bregðast við kaltjóni

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt til að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagni á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna veturinn 2019-2020. Ríkisstjórnin samþykkti að tillögu ráðherra að vísa málefnum sjóðsins til vinnslu frumvarps til fjáraukalaga 2020.

Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Þar segir að síðastliðinn vetur varð óvenju mikið girðingatjón vegna óveðurs í desember 2019 og almennrar vetrarhörku. Sjóðnum hafa að auki borist fjölmargar tilkynningar um verulegt kaltjón, einkum á Norður- og Austurlandi. Ásókn í sjóðinn er því mikil en endanleg fjárhæð tjónsins liggur ekki fyrir þar sem unnið er að því að meta umsóknir sem eru á þriðja hundrað. Þó er ljóst að það er talsvert umfram núverandi úthlutunar getu sjóðsins.

Eins og fram hefur komið í frétt á Austurfrétt varð Austurland næstverst út úr kaltjóninu í vetur. Alls hafa 48 bændur á Austurlandi sótt um bætur vegna kaltjóns á 1.175 hekturum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.