Bíða færis til að moka Fjarðarheiði og Fagradal

Vegagerðin bíður nú færis til að moka Fjarðarheiði og Fagradal. Vegirnir á báðum stöðum eru lokaðir vegna óveðurs og eru í biðstöðu þar sem ekkert skyggni er. Ekki er reiknað með að mokstur hefjist fyrr en eftir hádegið í fyrsta lagi, að sögn Vegagerðarinnar.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Öxi er lokaður og Breiðdalsheiði er ófær. Á Héraði er víða snjóþekja en á fjörðunum er hálka eða hálkublettir.

Snjómokstur hófst snemma í morgun í Fjarðabggð og lögð var áhersla á að opna helstu stofnleiðir áður en farið var í húsagötur.

Á vefsíðu Fjarðabyggðar segir að þessi vinna mun taka tíma og ljóst var að snjómokstri var ekki lokið í öllum húsagötum þegar fólk lagði í hann til vinnu og skóla í morgun.

„Það má því gera ráð fyrir að einhverjar götur gætu verið þung- eða ófærar eitthvað fram eftir morgni,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar