Beitir með 900 tonn af ekta Japansloðnu

Beitir NK kom í morgun til Neskaupstaðar með 900 tonn af loðnu sem fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Loðnan fékkst í fjórum köstum í Meðallandsbugtinni og er um "ekta Japansloðnu" að ræða að því er segir á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

„Við fengum þennan afla í gær og í gærkvöldi. Besta kastið, tæp 500 tonn, fékkst eftir kvöldmatinn. Þegar við komum á miðin í gær var talsvert mikið að sjá en það var álandsvindur og þá hljóp loðnan upp í fjöruna," segir Tómas Kárason skipstjóri Beitir í samtali á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

"En þetta endaði mjög vel og þetta er fínasta loðna sem við erum með. Þetta er 40% hrygna, 13-14% hrognafylling og átulítið. Hér er um ekta Japansloðnu að ræða," “ segir Tómas.

"Mér líst vel á framhaldið, það er ekkert annað í boði og gaman að loðnuveiðar skuli hafnar á ný. Nú er allur íslenski flotinn að fara af stað og þá fást betri upplýsingar um hvernig loðnan gengur."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.