
Banaslys í Fljótsdal
Um klukkan 14 í dag barst lögreglu tilkynning um slasaðan einstakling í Suðurdal í Fljótsdals.
Kona í fjallgöngu hafði slasast og lést hún af völdum þeirra áverka sem hún varð fyrir.
Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og ekki verða gefnar upp frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.