Austurland sleppur ekki við hertar reglur

Sóttvarnalæknir mælist til þess við heilbrigðisráðherra að hertar reglur til varnar útbreiðslu Covid-19 veirunni gildi jafnt yfir allt landið. Austurland er eini landshlutinn í dag án smits.

„Ég held að það sé rétt að samræma aðgerðir yfir allt landið. Smitið er komið víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum séð aukningu á smitum á til dæmis Norðurlandi og Akureyri.

Eina svæðið sem raunverulega hefur sloppið er Austurland. Ég legg þó til að tillögurnar verði eins á öllu landinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í morgun.

Hann staðfesti þar að hann hefði sent heilbrigðisráðherra tillögur að hertum reglum. Hann vildi ekki upplýsa í hverju breyttar reglur en lét þess þó getið að vafaatriðum og undanþágum yrði fækkað.

Samkvæmt tölum af Covid.is frá í morgun er Austurland eini landshlutinn án smits. Þá held heldur enginn í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.