Ásgeir Rúnar nýr umdæmisstjóri Isavia

Ásgeir Rúnar Harðarson tók til starfa sem umdæmisstjóri Isavia á Egilsstöðum þann 1. febrúar. Umdæmið annast daglegan rekstur Egilsstaðaflugvallar auk annarra áætlanaflugvalla og flugbrauta á Austurlandi.

Ásgeir Rúnar er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Neskaupstað. Hann er menntaður byggingartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið einkaflugmannsnámi.

Ásgeir Rúnar starfaði á árunum 2013-2016 sem eftirlitsmaður flugvalla hjá Samgöngustofu. Frá 2016 var hann flugvallahönnuður og verkefnisstjóri hjá Verkís.

Ásgeir tekur við starfinu af Jörundi Ragnarssyni sem starfað hefur hjá Isavia í 15 ár, þar af sem umdæmisstjóri síðustu átta ár. Hann var kvaddur með virktum á flugvellinum á Egilsstöðum fyrir síðustu helgi og síðan á stjórnendafundi í byrjun vikunnar og þakkað gott og öflugt starf.

Innan umdæmisins eru áætlunarflugvellirnir á Egilsstöðum, Vopnafirði og Hornafirði auk flugbrautanna á Norðfirði, Djúpavogi og Fagurhólsmýri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar