Arngrímur Viðar leiðir Bjarta framtíð

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri á Borgarfirði eystra, mun leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Tilkynnt var um sex efstu frambjóðendur í hverju kjördæmi í gær.

Arngrímur Viðar var í þriðja sætinu á lista flokksins fyrir kosningarnar í fyrra en færist nú upp um tvö sæti.

Miklar breytingar eru á listanum, af sex efstu í fyrra er aðeins einn annar sem er enn þar, Jónas Björgvin Sigurbergsson.

Sex efstu hjá Bjartri framtíð í Norðausturkjördæmi:

1. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri og íþróttakennari, Borgarfirði 
2. Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðastjóri, Akureyri
3. Hörður Finnbogason, ferðamálafræðingur, Akureyri
4. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi, Hafnarfirði
5. Jónas Björgvin Sigurbergsson, sálfræðinemi, Akureyri
6. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur, Akureyri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.