Árangurslausri heitavatnsborun hætt á Djúpavogi

Tveggja mánaða stanslaus tilraunaborun eftir heitu vatni við Djúpavog af hálfu HEF-veitna bar lítinn árangur og hefur verið hætt að sinni.

Borað var niður á 800 metra dýpi en þrátt fyrir þá dýpt fannst ekki sú heitavatnsæð sem að var leitað frá upphafi. Hitamælingar á þessu sama dýpi ollu vonbrigðum. Óljóst er hvort og þá hvenær prófað verður aftur enda jarðborinn Trölli farinn af staðnum í önnur verkefni.

Niðurstöðurnar eðlilega vonbrigði mikil enda gáfu fyrirfram mælingar á svæðinu til kynna að góðar líkur væru á að finna nógu góða vatnsæð með nægu vatni. Hugsanlegt er að borunin hafi ekki náð að skera þessa æð sem leitað var að en blástur á holunni leiddi heldur ekkert í ljós. Með slíkum blæstri er hægt á köflum að hreinsa æðar sem hugsanlega hafa stíflast af drullu og þannig farið framhjá bormönnum.

Innan Hef-veitna er nú verið að kortleggja næstu skref á svæðinu en drjúgur tími mun líða áður en prófað verður aftur verði það ákveðið þar sem verkefnastaða bora sem til þarf er æði löng.

Borinn Trölli frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða að störfum við Djúpavog um daginn. Hann er nú farinn til annarra verkefna. Mynd HEF

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.