Andri Snær grillar á Seyðisfirði: fer reglulega austur þó flugið sé dýrara en til Sviss

Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason hefur verið á ferðinni fyrir austan í dag og heldur grillveislu á Seyðisfirði í kvöld.

Andri byrjaði á að heimsækja sjúkrahúsið í Neskaupstað og ömmusystur sína sem þar dvelur, þá heldur hann fund á gistihúsinu á Egilsstöðum klukkan fimm.

Andri Snær á ættir að rekja austur og segist hafa rifjað upp gamlar fjölskyldusögur með ömmusystur sinni á sjúkrahúsinu á Neskaupsstað í morgun. „Þegar pabbi minn fæddist í Neskaupsstað var hringt í afa sem var suður í Reykjavík og hann tók leigubíl austur, það tók hann allan veturinn á eftir að borga upp ferðina en það var samt þess virði.“

Andri segist þekkja hugðarefni Austfirðinga vel jafnvel þó hann hafi verið „á skjön við meirihluta Austfirðinga í ákveðnu máli” eins og hann orðar það.

„Ég á bæði mikið af vinum fyrir austan og stóran frændgarð og heimsæki Austurland reglulega jafnvel þó að flugið austur sé dýrara en að fljúga til Sviss,” segir Andri Snær sem telur samgöngumál og millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll meðal helstu hagsmunamála fjórðungsins.

Grillveislan er klukkan hálf sjö í kvöld en stuðningsfólk Andra Snæs á Seyðisfirði stendur fyrir henni. Þar verða grillaðar verða pylsur og elduð spænsk Paella auk þess sem hljómsveitin Prins Póló tekur lagið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.