Allar björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út

Mikið var að gera hjá björgunarsveitum Austurlands í gærkvöldi og voru þær allar kallaðar út vegna göngumanns sem lenti í sjálfheldu við Hólmatind í Eskifirði. Tóku nær 30 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðinni. Að lokum þurfti að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga manninum.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að áhöfnin á TF-EIR hafi bjargað manninum um klukkan átta um kvöldið.
„TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld og var komin á svæðið þar sem maðurinn var klukkan 19:53. Sex mínútum síðar var hann kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var við góða heilsu,“ segir í tilkyningunni en flogið var með manninn til Eskifjarðar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug að því búnu aftur að Hólmatindi og sótti þangað björgunarsveitarfólk sem tók þátt í aðgerðum.

Fyrr um daginn voru björgunarsveitir á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði kallaðar út vegna slasaðrar göngukonu í Loðmundarfirði. Nokkur spotti var að konunni og var hún síðan flutt með björgunarbát til Seyðisfjarðar til aðhlynningar og var komin þangað að ganga fimm.
Mynd: Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.