Allar björgunarsveitir á Austulandi leita manns í Stafafellsfjöllum

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að manni sem er týndur í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir á Austurlandi og Suðurlandi hafa verið kallaðar út.

Tugir björgunarsveitamanna leituðu í nótt og von er á um 100 manna liðsauka í dag

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til Hafnar í Hornafirði í gærkvöldi og hefur enn ekki tekið þátt í leitinni vegna leiðindaveðurs  á leitarsvæðinu, kalsarigning og strekkingsvindur að því er segir á ruv.is. Gul veðurviðvörun er á leitarsvæðinu.

Einnig hefur verið notast við sporhund og dróna við leitina.

Björgunarsveitir af Austurlandi voru kallaðar út um áttaleytið í gærkvöldi og hefur leit að manninum staðið óslitið síðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.