Alcoa stefnir á að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2050

Bandaríski álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars rekur álver í Reyðarfirði, stefnir á að jafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslu sinni fyrir árið 2050.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í byrjun þessa mánaðar.

Endurnýjanleg orka er lykilatriði í þessum áformum, en álframleiðsla þess á heimsvísu þegar þegar keyrð á 75% endurnýjanlegri orku.

Þá bindur fyrirtækið vonir við tækniframþróun, en á vegum þess er unnið að lausnum til að draga úr kolefnislosun við framleiðslu áls.

Fyrirtækið ætlar sé að ná markmiðum sínum í áföngum. Fyrir árið 2025 er stefnt að því að hafa minnkað beina og óbeina losun gróðurhúsalofttegunda frá álbræðslu og súrálsvinnslu um 30% og um 50% fyrir árið 2030, miðað við losunina árið 2015.

Þá vinnur Alcoa einnig að því að draga úr vatns- og orkunotkun, styðja við líffræðilega fjölbreytni og minnka úrgang.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.