Afskaplega ánægður með niðurstöðuna

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og formaður samstarfsnefndar um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar, segist ánægður með afgerandi úrslit í sameiningarkosningu sveitarfélaganna í dag.

„Ég er afskaplega ánægður. Þetta er afgerandi beggja vegna við. Vissulega vill maður alltaf betri kjörsókn en ég hæstánægður þrátt fyrir það,“ sagði Jón Björn í samtali við Austurfrétt þegar úrslitin lágu fyrir.

Tæp 87% greiddu atkvæði með sameiningu í Fjarðabyggð en 85% í Breiðdalshreppi. „Það er fyrir öllu að fá svona afgerandi niðurstöðu.“

Jón Björn segir tölurnar ekki hafa komið á óvart. „Eftir síðustu daga átti ég von á að þetta yrði afgerandi. Ég gaf mér reyndar töluna 72%“

Sameiningin sjálf tekur gildi eftir sveitastjórnarkosningar 26. maí en ný sveitarstjórn má ekki koma saman til fyrsta fundar fyrr en tveimur vikum síðar.

Framundan er undirbúningur að sameiningunni sjálfri, samþætting stjórnsýslu og svo framvegis. Gjaldskrár og fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna tveggja eru í gildi út árið. Samstarfsnefndin hefur lokið hlutverki sínu og við tekur ný stjórn sem undirbýr samrunann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.