Áframhaldandi aðgæsla skilar að lokum meira frjálsræði

Enginn er með virkt Covid-19 smit né í sóttkví á Austurlandi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir Austfirðinga til að sýna áfram aðgæslu því góður árangur leiði að lokum til frjálsræðis.

Í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar frá í dag segir að staðan sé góð hérlendis en henni verði aðeins viðhaldið með áframhaldandi varfærni. Þannig muni síðar náðst enn meira frjálsræði, bæði í leik og starfi.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér vel og framfylgja reglum um fjarlægðarmörk, grímunotkun, handþvott og sprittnotkun.

„Gætum að okkur og njótum á sama tíma þess góða árangurs sem náðst hefur,“ segir þar að lokum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar