Aflaverðmætið yfir 5 milljarðar króna

Þrátt fyrir loðnuleysi telst árið 2020 hafa verið gott ár hvað varðar veiðar á uppsjávartegundum hjá Síldarvinnslunni (SVN). Aflaverðmætið frá þessum veiðum nam yfir 5 milljörðum kr..

 

Þetta kemur fram á vefsíðu SVN, Þar segir að skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK og Börkur NK, öfluðu vel af síld, makríl og kolmunna og sama á við um um Bjarna Ólafsson AK sem er í eigu dótturfélagsins Runólfs Hallfreðssonar ehf. Þá var verð á uppsjávarafurðum gott þannig að afkoman af veiðunum var ágæt. Afli skipanna og aflaverðmæti var sem hér segir:
 
Beitir NK   44.894 tonn 1.929 millj. kr
Börkur NK  46.918 tonn 1.982 millj. kr
Bjarni Ólafsson AK  32.034 tonn 1.379 millj. kr
 
Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tók á móti 46.882 tonnum af makríl og síld til vinnslu á nýliðnu ári. Móttekinn makríll nam 23.098 tonnum og móttekin síld 23.784 tonnum. 

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku samtals á móti 123 þúsundum tonnum af uppsjávarfiski. Verksmiðjan í Neskaupstað tók á móti 106 þúsund tonnum og verksmiðjan á Seyðisfirði tók á móti 17 þúsund tonnum af kolmunna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.