AFL fordæmir aðgerðir yfirmanna í Straumsvík

AFL Starfsgreinafélag fordæmir aðgerða í álverinu í Straumsvík sem í morgun gengu í störf hafnarverkamanna í verkfalli. Stjórn félagsins skorar á stjórn Samtaka atvinnulífsins að gera slíkt hið sama.


Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag. Þar er bent á að nú standi yfir allsherjaratkvæðagreiðsla um sátt á vinnumarkaði til næstu tveggja ára og framkoma yfirmanna álversins setji samningaviðræður um framtíðarskipan vinnumarkaðar í uppnám.

Ekki náist framtíðarsátt á vinnumarkaði með því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins taki sér sjálfdæmi um hvort þau virði kjarasamninga meðan verkalýðsfélög skuldi félagsmenn sína með samningunum.

Því er skorað á stjórn Samtaka Atvinnulífsins að fordæma framkomu Ísal og yfirmanna fyrirtækisins.

Eftir langvinna kjaradeilu sé ekki að undra þótt gripið sé til aðgerða. Framkoma forsvarsmanna Rio Tinto, móðurfélags álversins, í samningaviðræðum er sögð „til háborinnar skammar.“

Ekki verið unað við að alþjóðleg stórfyrirtæki hámarki hagnað sinn á kostnað íslensks launafólks þvert á kjarasamninga. Útvistun verkefna sé eitt helsta verkfæri stórfyrirtækja til félagslegra undirboða og gegn því þurfi að berjast af fullri hörku.

Að endingu lýsir AFL Starfsgreinafélag yfir fullum stuðningi við baráttu starfsmanna í Straumsvík og rétti þeirra fyrir því að gerðir við þá kjarasamningar eins og íslensk lög gera ráð fyrir.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.