Norræna til Fjarðabyggðar? Fjarðarheiðin er þröskuldur í þróun vetrarferða

norronaForráðamenn Smyril-Line, sem heldur út farþegaferjunni Norrænu, hafa óskað eftir viðræður við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð um að taka á móti ferjunni í framtíðinni. Vegurinn yfir Fjarðarheiði þykir hamla vetrarþjónustu fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í bréfi sem stjórn Smyril Line sendi Fjarðabyggðarhöfnum fyrir helgi og var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar í gær. Heimahöfn skipsins hefur verið á Seyðisfirði síðan það hóf siglingar til Íslands.

Í bréfinu, sem undirritað er af stjórnarmanninum Lindu B. Gunnlaugsdóttur, er rakið að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að þjónusta Ísland með reglulegum siglingum allt árið.

Fragtflutningar hafi verið aðaláherslan í vetrarsiglingum ferjunnar en aukinn þrýstingur sé á að selja einnig ferðir til ferðafólks yfir vetrartímann.

„Það er ekkert launungarmál að Fjarðarheiðin er þröskuldur í áframhaldandi þróun ferða yfir vetrartímann auk þess veldur sá vegur einnig vandræðum í vöruflutningum.“

Þess vegna hafi fyrirtækið ákveðið að skoða aðra kosti á Austurlandi fyrir Norrænu og þar séu Fjarðabyggðarhafnir efstar á blaði.

Fram kemur að samtöl hafi átt sér stað á milli Lindu og starfandi formanns hafnarnefndar, Sævars Guðjónssonar. Hið formlega erindi sé framhald af þeim. Fyrirtækið lýsir yfir áhuga sínum á að viðræður geti hafist sem fyrst.

Á fundinum í gær var hafnarstjóra og formanni hafnarnefndar að ræða við fyrirtækið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.