Sláturfélag Austurlands gjaldþrota

slaturfelag gjaldthrot 0001 webSláturfélag Austurlands hefur verið úrskurðað gjaldþrota, fjórum mánuðum eftir að félagið opnaði kjöt- og fiskbúð í miðbæ Egilsstaða. Talsmaður félagsins segir að þær áætlanir sem gerðar voru fyrir sumarið hafi ekki gengið eftir.

Stjórn félagsins óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í byrjun september og féllst héraðsdómur Austurlands á þá beiðni.

„Það var mat mitt og stjórnarinnar að lengra væri ekki hægt að halda. Það hefði verið ábyrgðarleysi,“ segir Sigurjón Bjarnason, umsjónarmaður með fjármálum félagsins.

„Sumarið skilaði ekki þeirri afkomu sem reiknað var með. Áætlanir sumarsins þurftu að ganga upp.“

Sláturfélag Austurlands var stofnað árið 2001. Reksturinn var framan af smár í sniðum en síðsumars 2011 var opnuð kjötvinnsla undir merkjum Snæfells. Búðin var opnuð í maí undir sama merki.

Skiptastjóri, Eva Dís Pálmadóttir lögmaður hjá Sókn, auglýsir í dag muni úr búinu til sölu. Um er að ræða húsnæði félagsins sem aðlagað hefur verið að kjötvinnslu og kjötafurðir í magnsölu sem henta vel fyrir „mötuneyti og aðra rekstraraðila.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.