62 milljóna afgangur hjá Fljótsdalshreppi í fyrra

Afkoma Fljótsdalshrepps á síðasta ári var umfram áætlanir en sveitarfélagið skilaði alls 62 milljóna hagnaði. Sveitarfélagið er skuldlaust við lánastofnanir.

Þetta kemur fram í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Tekjur A-hluta sveitarfélagsins voru 258 milljónir. Það er 23 milljónum minna en í fyrra en þó töluvert undir áætlun. Skatttekjur eru umfram áætlun en aðrar tekjur mun minni en vænst var.

Það breytir þó því ekki að afgangur fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 72 milljónir króna. Að teknu tilliti til þessara liða er niðurstaðan afgangur upp á 62 milljónir. Áætlun gerði ráð fyrir 33,2 milljóna afgangi og afkoman í fyrra var neikvæð um 16 milljóninr.

Útgjöld sveitarfélagsins námu 185 milljónum. Þar af eru 57 færðar í sameiginlegan kostnað en 34,7 milljónir í umhverfismál og 21 í menningarmál. Annar rekstrarkostnaður og laun eru töluvert undir áætlunum.

Veltufé frá rekstri nemur 86 milljónum, um 50 milljónum meira en í fyrra. Veltufjárhlutfallið er því 33%. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok er 254 milljónir og hækka um 35 milljónir.

Sveitarfélagið skuldar lánastofnunum ekki krónu en er með 64 milljónir í viðskiptaskuldir. Eigið fé þess er 823 milljónir og eignfjárhlutfallið 93%.

Verðmætustu eignir Fljótsdalshrepps eru hálendisskáli við Laugarfell sem leigður er út undir ferðaþjónustu. Hann er metinn á 140 milljónir. Nýtt þjónustuhús sem verið er að byggja við Hengifoss er bókfært á 117 milljónir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.