57 þúsund tonna loðnukvóti: Þetta er voða dapurt

Austfirskir útgerðarmenn binda vonir við að Hafrannsóknastofnun leggi út í annan leiðangur til að leita loðnu. Stofnunin kynnti í dag niðurstöður sínar úr tveimur rannsóknarleiðöngrum í mánuðinum og veiðiráðgjöf ársins.


„Þetta er voða dapurt. Vonandi fara menn í annan leiðangur,“ segir Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju.

Mælingar í haust bentu til þess að stofninn væri það lítill að engin loðna yrði veidd á vertíðinni. Tvö skip Hafrannsóknastofnunar og Polar Amaroq, sem er í eigu grænlensks dótturfélags Síldarvinnslunnar, fóru í tvo leiðangra dagana 11. – 20. janúar til að meta stærð veiðistofnsins.

Í fyrri mælingunni 12. – 15. janúar fundust 398 þúsund tonn af kynþroska loðnu frá sunnanverðum Vestfjörðum norður um og austur að Kolbeinseyjarhrygg. Í seinni ferðinni 17. – 20 janúar fundust 493 tonn frá Kolbeinseyjarhrygg og vestur um.

Meðaltal mælinganna, 446 þúsund, er mat á stærð veiðistofnsins. Stofnunin leggur því til að kvóti ársins verið 57 þúsund tonn.

Þorsteinn segir að það þýði um 1000 tonn í hlut Eskju, sem jafngildi um einum túr á flaggskipinu Aðalsteini Jónssyni.

Í tilkynningu Hafró segir að í seinni mælingunni hafi hluti svæðisins verið kominn undir hafís. Þorsteinn vonast til frekari göngum undir ísnum.

„Við höfum ekkert heyrt beint frá stofnuninni en eigum von á að leiðangurinn og reiknireglan verði kynnt fyrir okkur. Í einni ferðinni er loðna alveg upp við ísinn og vonandi sjá menn hag í að rannasaka þetta betur með annarri ferð í byrjun febrúar.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.