Erlendir ferðamenn eyða þrjátíu milljörðum í mat á ferðum sínum um Ísland

matvaeladagur dso webUm þriðjungur þess fjár sem erlendir ferðamenn eyða í Íslandsferðum sínum fer í mat. Vaxandi áhugi er fyrir mat úr heimahéraði. Þrjú austfirsk veitingahús bjóða upp á matseðla þar sem fyrst og fremst er notað austfirskt hráefni.

Þetta var meðal þess sem fram kom á austfirska matvæladeginum sem haldinn var á Hótel Héraði í dag.

Dagurinn var haldinn að frumkvæði Austfirskra krása en þar buðu framleiðendur sem tengjast matvælaklasanum gestum upp á að smakka vörur sínar, til dæmis sultur, lífrænar vöfflur, kjöt, harðfisk, eftirrétti, sveppasúpu og fetaost.

Áhugi á matvælum úr héraði hefur aukist síðustu ár. Ferðalangar sækjast eftir „matarupplifun“ hvar sem þeir koma og hún verður sífellt mikilvægari þáttur í ferðaþjónustu.

„Á Íslandi hefur ekki enn byggst upp nógu mikil matarmenning í dreifbýlinu. Við erum þó að sækja í okkur veðrið og eigum fullt inni,“ sagði Tinna Björk Arnardóttir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Þrjú austfirsk veitingahús: Gistihúsið á Egilsstöðum, Hótel Hérað og Hótel Aldan á Seyðisfirði hafa tekið upp línur þar sem fyrst og fremst er notað austfirskt hráefni í gerð ákveðinna rétta.

„Þriðjungur þess sem erlendir ferðamenn eyða hérlendis fer í mat. Heildareyðsla þeirra er um 100 milljarðar þannig að þeir eyða um 30 milljörðum króna í mat.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.