Fer Höttur stigalaus inn í jólafríið?

QM1T0025 webKörfuknattleikslið Hattar fékk Stjörnuna í heimsókn í íþróttahúsið á Egilsstöðum í gær. Það hefur sáralítið gengið hjá Hetti í vetur en oftar en einu sinni hafa þeir þó verið grátlega nálægt sigri. Liðið vil oft spila vel stóran hluta leiks en hikstar svo á lokamínútunum og það var nákvæmlega það sem gerðist í gærkvöldi.

Fyrstu þrír leikhlutarnir voru fínir hjá Hetti en enn og aftur vantar stig frá fleirum en Tobin Carberry sem var stigahæstur Hattarmanna í gær með 26 stig á meðan að aðrir leikmenn liðsins voru með undir 10 stig.

Höttur leiddi leikinn 40-35 í hálfleik og í lok þriðja leikhluta var staðan 56-50 og margir áhorfendur sjálfsagt farnir að sjá fyrir sér fyrsta sigur Hattar.

Svo varð ekki en Höttur hreinlega kastaði frá sér leiknum á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhluta og allt í einu var staðan orðin 64-70. Stjarnan bætti í og kláraði leikinn með fimmtán stiga sigri 64-79.

Grátlegt fyrir heimamenn sem spiluðu heilt yfir vel í þrjátíu mínútur.

Hattarmenn eiga eftir að spila tvo leiki í deild fyrir jól. Tveir leikir til að koma í veg fyrir það að enda í jólakettinum.

Næsti heimaleikur Hattar er á morgun, sunnudag klukkan 15:30 gegn Þór Þorlákshöfn í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar