Niðurskurður Landsbankans: Ekki borin virðing fyrir starfsfólki sem komið er yfir ákveðinn aldur

valgerdur gunnarsdottir 2013 webÞingmaður Sjálfstæðisflokksins skorar á Landsbankann að endurskoða ákvörðun sína um að stytta opnunartíma útibúsins á Seyðisfirði og fækka starfsfólki. Þar með sé illa komið fram við fólk sem sé að nálgast eftirlaunaaldur..

Bankinn tilkynnti nýverið að til stæði að flytja starfsemina í húsnæði sýslumannsins, stytta opnunartímann og væntanlega fækka starfsmönnum úr þremur í einn.

Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðausturkjördæmi, telur illa farið með konurnar þrjár sem unnið hafa í bankanum.

„Tvær af þeim eiga eftir sirka eitt og hálft ár í að komast á eftirlaun og þetta er afskaplega erfið staða fyrir konur á þessum aldri," sagði Valgerður í umræðum á Alþingi í síðustu viku.

„Það er kannski eitt af því sem við erum að glíma við að ekki er borin virðing fyrir starfsfólki sem er komið yfir ákveðinn aldur og ég tala nú ekki um þegar er verið að skerða og jafnvel eyðileggja ákveðin réttindi fyrir opinberum starfsmönnum.

Þetta er grafalvarlegt mál og ég skora á Landsbankann, sem er að skila góðum hagnaði, að endurskoða þessa afstöðu sína."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.