Vegunum lokað klukkan tíu í kvöld

Austfirskum fjallvegum verður lokað í kvöld klukkan 22:00 vegna spár um aftakaveður í nótt og fyrramálið. Búist er við að það standi fram undir hádegi á morgun.

Lokanirnar verða sem hér segir:

Klukkan 19:00 - frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.

Klukkan 22:00 - frá Höfn að Reyðarfirði.

Klukkan 22:00 - Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.

Klukkan 22:00 - Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Leiðirnar verða opnaðar þegar veðrinu slotar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má reikna með að það standi fram undir hádegi á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar