Íbúum leyft að fara til síns heima og vatn komið á

Íbúum sex húsa á Eskifirði sem rýmd voru í gærkvöldi vegna flóðahættu úr Grjótá var leyft að fara aftur til síns heima í morgun.Úrkomulaust hefur verið síðan í gærkvöldi og vatn sjatnað í ám og lækjum. Óvissustigi vegna krapaflóðahættu hefur verið aflýst á Austfjörðum.


Í Neskaupstað fannst gat á vatnsleiðslu bæjarins um klukkan ellefu í gærkvöldi og gert var við hana í nótt. Vatn var því aftur komið á í morgun.

Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað í gærkvöldi eftir en var opnaður á ný í morgun. Vattarnesvegur er enn ófær og verða aðstæður þar kannaðar í birtingu.

Vegagerðin biður vegfarendur að sýna aðgát þar sem vatn hefur flætt yfir vegi og grafið úr vegi eða vegköntum. Þetta á einkum við um Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarð.

Innanlandsflug er aftur að komast í lag en það hefur legið niðri síðustu tvo daga.

Von er á nýrri lægð í kvöld.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar