Íbúum leyft að fara til síns heima og vatn komið á

Íbúum sex húsa á Eskifirði sem rýmd voru í gærkvöldi vegna flóðahættu úr Grjótá var leyft að fara aftur til síns heima í morgun.Úrkomulaust hefur verið síðan í gærkvöldi og vatn sjatnað í ám og lækjum. Óvissustigi vegna krapaflóðahættu hefur verið aflýst á Austfjörðum.


Í Neskaupstað fannst gat á vatnsleiðslu bæjarins um klukkan ellefu í gærkvöldi og gert var við hana í nótt. Vatn var því aftur komið á í morgun.

Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað í gærkvöldi eftir en var opnaður á ný í morgun. Vattarnesvegur er enn ófær og verða aðstæður þar kannaðar í birtingu.

Vegagerðin biður vegfarendur að sýna aðgát þar sem vatn hefur flætt yfir vegi og grafið úr vegi eða vegköntum. Þetta á einkum við um Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarð.

Innanlandsflug er aftur að komast í lag en það hefur legið niðri síðustu tvo daga.

Von er á nýrri lægð í kvöld.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.