Krapaflóð féll á Aðalból

Félagar í Björgunarsveitinni Jöklu á Jökuldal voru í kvöld að leið að Aðalbóli í Hrafnkelsdal þar sem krapaflóð féll á íbúðarhúsið seinni partinn í dag.


Flóðið var stórt og náði náði upp undir glugga á efri hæð hússins og krapi er í herbergjum á neðri hæð. Engin slys urðu á fólki.

Ábúendur eru tveir en annar þeirra er staddur í fjárhúsum innar í dalnum og situr þar fastur eftir að á ruddi sig þannig að ófært varð á milli íbúðarhússins og fjárhúsanna.

Erfitt er að komast á staðinn þar sem vegurinn er í sundur vegna vatnavaxta. Bændur á svæðinu reyna að komast að bænum, m.a. með því að nota dráttarvélar til að búa til leið fram hjá skarðinu í veginum. Vegagerðin er einnig að senda tæki á staðinn til að laga veginn.

Fleiri skriður hafa fallið í Hrafnkelsdal í dag og lokaði ein slík veginum þar um tíma. Bændur á svæðinu ruddu henni í burtu. Hún var um 50 metrar á breidd og tveir metrar á þykkt.

Veðurstofan telur töluverða hættu á ofanflóðum á Austfjörðum. Búast megi við að fleiri flóð geti fallið í fjórðungnum meðan þær miklu leysingar sem hafa verið síðasta sólarhringinn vara.

Krapaskriða á veginum inn í Hrafnkelsdal í dag. Mynd: Sigga Lund
Myndir frá Aðalbóli. Aðalsteinn Sigurðsson

krapaskrida hrafnkelsdal 20151228 crop

krapi adalbol 20151228 adsig 2

krapi adalbol 20151228 adsig 3

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar