Kannast ekki við að vera á leið í ráðherrastól

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður frá Vopnafirði, kannast ekki við fréttir um að hún kunni að verða næsti ráðherra Framsóknarflokksins ef uppstokkun verður gerð á ríkisstjórninni um áramótin.


„Nei, ekki mér vitanlega," svaraði Þórunn þegar Austurfrétt spurði hana að því hvort hún væri að verða ráðherra.

Kjarninn fjallaði um jólin um mögulegar breytingar á ríkisstjórninni. Þar var því haldið fram að nafn Þórunnar væri „oftast nefnt" ef nýr ráðherra úr flokknum kæmi inn í stjórnina.

Þórunn kvaðst koma af fjöllum þegar Austurfrétt hafði samband við hana, hafandi verið net- og sjónvarpslaus á heimili sínu, Hauksstöðum, um jólin en bærinn er efsti bær í byggð í Vopnafirði.

Heimilisfólkið þar notast við gervihnattamóttakara þar sem aðrar sendingar nást ekki og hann bilaði. Varahlutir fóru ekki af stað úr Reykjavík fyrr en í dag.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.