Veginum yfir Oddsskarð lokað vegna mikillar hálku

fjardarheidi 30012013 0006 webVeginum yfir Oddsskarð var lokað eftir hádegi. Mikil hálka er á veginum og hvasst þannig að bílar lentu út af veginum. Búið er að fresta íbúafundi sem vera átti á Norðfirði í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru 2-3 bílar út af veginum í kringum hádegið. Engin slys urðu á fólki en ákveðið að loka veginum.

Mikill krapi og hálka er á veginum og við bætast hvassviðri og sviptivindar.

Boðað hafði verið til íbúafundar á Norðfirði í kvöld um framtíð sjúkrahússins og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar en honum hefur verið frestað. Ný tímasetning liggur ekki enn fyrir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.