Fulltrúar Viðlagatryggingar koma austur

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands taka á móti tilkynningum um tjón í óveðrunum á milli jóla og nýárs í Fjarðabyggð á morgun.


Í tilkynningu frá stofnuninni segir að flóð og skriður hafi valdið talsverðum skemmdum á vátryggðum eignum, bæði hjá einstaklingum og sveitarfélaginu.

Tjón vegna eigna sem tryggðar eru hjá Viðlagatryggingu skal tilkynna á www.vidlagatrygging.is.

Fulltrúar Viðlagatryggingar komu á vettvang milli storma til að meta aðstæður en koma aftur á morgun og hinn til viðtals. Matstörf vegna tjóna hefjast að líkindum í næstu viku.

Viðtalstímarnir eru sem hér segir:

6.janúar miðvikudagur
Reyðarfjörður – 11:00 - Bókasafn
Stöðvarfjörður – 15:00 - Stöðvarfjarðarskóli
Fáskrúðsfjörður – 18:00 – Skólamiðstöð

7.janúar fimmtudagur
Eskifjörður – 12:00 – Grunnskóli
Neskaupstaður – 16:00 - Nesskóli

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar