Fulltrúar Viðlagatryggingar koma austur

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands taka á móti tilkynningum um tjón í óveðrunum á milli jóla og nýárs í Fjarðabyggð á morgun.


Í tilkynningu frá stofnuninni segir að flóð og skriður hafi valdið talsverðum skemmdum á vátryggðum eignum, bæði hjá einstaklingum og sveitarfélaginu.

Tjón vegna eigna sem tryggðar eru hjá Viðlagatryggingu skal tilkynna á www.vidlagatrygging.is.

Fulltrúar Viðlagatryggingar komu á vettvang milli storma til að meta aðstæður en koma aftur á morgun og hinn til viðtals. Matstörf vegna tjóna hefjast að líkindum í næstu viku.

Viðtalstímarnir eru sem hér segir:

6.janúar miðvikudagur
Reyðarfjörður – 11:00 - Bókasafn
Stöðvarfjörður – 15:00 - Stöðvarfjarðarskóli
Fáskrúðsfjörður – 18:00 – Skólamiðstöð

7.janúar fimmtudagur
Eskifjörður – 12:00 – Grunnskóli
Neskaupstaður – 16:00 - Nesskóli

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.