Aðalsteinn Jónsson aftur á sjó um helgina

Fiskiskipið Aðalsteinn Jónsson er komið til Akureyrar þar sem gert verður við skemmd sem kom á skipið í óveðrinu milli jóla og nýárs.


Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju, segir að gat hafi komið á síðuna rétt við sjólínu og við það skemmst 5-6 síðubönd alveg aftast á síðunni.

Skipið var tekið í dokk á Akureyri í gær og áætlað er að viðgerðum verði lokið á laugardag.

Tjónið kann að nema tugum milljóna króna og er talið vera stærsta einstaka tjónið sem varð þegar óveðrið gekk yfir að morgni 30. desember.

Skipið átti að fara í loðnuleit Hafrannsóknarstofnunar sem hófst í gær en í staðinn var Jóna Eðvalds frá Hornafirði kölluð til. Skipin voru í morgun norður af Vestfjörðum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar