Aðalsteinn Jónsson aftur á sjó um helgina

Fiskiskipið Aðalsteinn Jónsson er komið til Akureyrar þar sem gert verður við skemmd sem kom á skipið í óveðrinu milli jóla og nýárs.


Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju, segir að gat hafi komið á síðuna rétt við sjólínu og við það skemmst 5-6 síðubönd alveg aftast á síðunni.

Skipið var tekið í dokk á Akureyri í gær og áætlað er að viðgerðum verði lokið á laugardag.

Tjónið kann að nema tugum milljóna króna og er talið vera stærsta einstaka tjónið sem varð þegar óveðrið gekk yfir að morgni 30. desember.

Skipið átti að fara í loðnuleit Hafrannsóknarstofnunar sem hófst í gær en í staðinn var Jóna Eðvalds frá Hornafirði kölluð til. Skipin voru í morgun norður af Vestfjörðum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.