Eskifjörður: Lítur út eins og stríðssvæði – Myndir

Mikil eyðilegging hefur orðið á Eskifirði þar sem tvær gamlar bryggjur og sjóhús hafa eyðilagst í veðrinu í morgun. Sjórinn hefur einnig skemmt veginn við brúna yfir Eskifjarðará.


„Þetta er eins og stríðssvæði. Það er brak og rusl og jarðvegur og grjót,“ segir björgunarsveitarmaðurinn Þórlindur Magnússon um ástandið í miðbæ Eskifjarðar þar sem áður var sjóbryggja kennd við Hákarla-Guðjón.

Hún ásamt annarri gamalli bryggju og meðfylgjandi sjóhúsum virðast hafa eyðilagst í veðurhamnum í morgun.

„Það er ekkert sem við getum gert til að bjarga þessum húsum, einungis beðið eftir hvort þau springi og þá þarf að hemja og fergja brak. Við höfum líka reynt að bjarga verðmætum innan úr húsunum.“

Að auki eru tvö sjóhús sem Þórlindur segir vitað að séu „töluvert skemmd.“

Hann lýsir veðrinu sem „algjörlega sóttrylltu“ og fari heldur versnandi en vonast var til að það væri að ganga niður á ellefta tímanum.

Björgunarsveitin er með mann á vakt við brúna yfir Eskifjarðará en þar hefur sjórinn höggvið úr veginum þannig að varasamt er að fara um.

Myndir: Selma Hreggviðsdóttir.

eskifjordur 4 selmahreggvids web

eskifjordur 2 selmahreggvids web

eskifjordur 3 selmahreggvids web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.