Suðurverk og Metrostav buðu lægst í NorðfjarðargöngGi

opnun_tilbod_nordfjardargong.jpgTékkneska verktakafyrirtækið Metrostav og Suðurverk hf. áttu lægsta tilboðið í gerð Norðfjarðargöng, 9,3 milljarða. Tilboðin voru opnuð í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,547 milljarða en tilboðið var 9,292 milljarðar eða 97,3% af kostnaðaráætlun. Von er á að tilboðinu verði tekið enda fór fram forval áður en verkið var boðið út.

Næst lægsta boð kom frá Ístaki hf, upp á 9,9 milljarða króna og þriðja boð frá ÍAV hf og Marti Contractors ltd upp á rétt tæpa 10,5 milljarða króna.

Framkvæmdir eiga að hefjast í ágúst og ljúka árið 2016.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.