Stofna áhugahóp um göng milli Eskifjarðar og Héraðs

gisli gudjonsson stefan vidisson esk herad gongStofnaður hefur verið hópur áhugamanna um jarðgöng milli Eskifjarðar og Héraðs. Hvatamenn að stofnun hópsins eru: Gísli Hjörtur Guðjónsson og Stefán Víðisson.

Í tilkynningu frá hópnum segir að markmið hans sé að kynna, og koma í umræðu, helstu kosti þess að bora jarðgöng milli Eskifjarðar og Héraðs.

Samkvæmt hugmyndum þeirra yrðu boruð 7,9 km löng göng innst úr Eskifirði undir Eskifjarðarheiði sem myndu opnast út í Svínadal.

Kostirnir séu meðal annars öruggari samgöngur á milli fjögurra stærstu þéttbýliskjarnanna á Austurlandi, greiðari samgöngur milli flugvallarins á Egilsstöðum og sjúkrahússins í Neskaupstað, stytting vegalengda, sameining atvinnusvæða og bætt aðgengi að ýmiss konar þjónustu.

Með þessum göngum verði vegurinn yfir Fagradal ekki notaður yfir vetrartímann en þar sé oft illviðrasamt.

Hann sé í dag með umferðarþyngstu vegum landsins utan höfuðborgarinnar. Með jarðgöngum milli Héraðs og Eskifjarðar væri búið að tengja saman stærstu þéttbýlilskjarna á Austurlandi og þar með að gera svæðið að einu atvinnusvæði óháð færð á fjallvegum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar