Stofna áhugahóp um göng milli Eskifjarðar og Héraðs

gisli gudjonsson stefan vidisson esk herad gongStofnaður hefur verið hópur áhugamanna um jarðgöng milli Eskifjarðar og Héraðs. Hvatamenn að stofnun hópsins eru: Gísli Hjörtur Guðjónsson og Stefán Víðisson.

Í tilkynningu frá hópnum segir að markmið hans sé að kynna, og koma í umræðu, helstu kosti þess að bora jarðgöng milli Eskifjarðar og Héraðs.

Samkvæmt hugmyndum þeirra yrðu boruð 7,9 km löng göng innst úr Eskifirði undir Eskifjarðarheiði sem myndu opnast út í Svínadal.

Kostirnir séu meðal annars öruggari samgöngur á milli fjögurra stærstu þéttbýliskjarnanna á Austurlandi, greiðari samgöngur milli flugvallarins á Egilsstöðum og sjúkrahússins í Neskaupstað, stytting vegalengda, sameining atvinnusvæða og bætt aðgengi að ýmiss konar þjónustu.

Með þessum göngum verði vegurinn yfir Fagradal ekki notaður yfir vetrartímann en þar sé oft illviðrasamt.

Hann sé í dag með umferðarþyngstu vegum landsins utan höfuðborgarinnar. Með jarðgöngum milli Héraðs og Eskifjarðar væri búið að tengja saman stærstu þéttbýlilskjarna á Austurlandi og þar með að gera svæðið að einu atvinnusvæði óháð færð á fjallvegum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.