Enginn sótti um eina ríkisstarfið á Borgarfirði

borgarfjordur eystriEngar umsóknir bárust um 40% stöðu hjúkrunarfræðings eða sjúkraliða á Borgarfirði eystri áður en umsóknarfresturinn rann út fyrir viku síðan. Því er ekki útlit fyrir að neinn ríkisstarfsmaður verði starfandi á Borgarfirði eystri frá næstu mánaðamótum. Þetta kom fram á vef RÚV fyrr í dag.

Stöðunni verður sinnt frá Egilsstöðum eftir að hjúkrunarfræðingurinn á Borgarfirði lætur af störfum þann 1. október og þar til einhver finnst í starfið, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Jón Þórðarson sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps segir að Borgfirðingar muni ræða málið við HSA á næstunni. „Einhver viðbrögð hljóta að koma, þetta er á ábyrgð stofnunarinnar og við þurfum að heyra hvað þau hafa að segja og hvernig þau ætla að leysa málið,“ segir Jón í samtali við Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar