Sögulegur bæjarstjórnarfundur

baejarstjorn fjardabyggdar 2014-2018Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, munu konur skipa hvert sæti á næsta fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar - sem fram fer i dag.

Konur eru fjórar af níu bæjarfulltrúum og taka því fimm varabæjarfulltrúar úr röðum kvenna sæti á fundinum.

Þetta verður í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins sem eingöngu konur sitja fund bæjarstjórnar.

Að öðru leyti er um hefðbundinn bæjarstjórnarfund að ræða.

Á dagskrá þessa sögulega fundar er m.a. staða kvenna í sveitarstjórnarmálum á landsvísu og jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar.

Ljósmynd: Karlmennirnir í bæjarstjórninni munu ekki sitja fund í dag. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar