Konur í fyrsta sinn í meirihluta í hafnarstjórn Fjarðabyggðar

hafnarstjornKonur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta í hafnarstjórn Fjarðabyggðar. Í kjölfar brotthvarfs Eiðs Ragnarssonar úr bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók Pálína Margeirsdóttir sæti hans í hafnarstjórn og því eru nú þrjár konur í hópi fimm stjórnarmanna.

Auk Pálínu eiga þar nú sæti Eydís Ásbjörnsdóttir, Ævar Ármannsson, Kristín Ágústsdóttir og Sævar Guðjónsson, sem jafnframt er formaður hafnarstjórnar.

Á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur fram að um skemmtilega tilviljun sé að ræða, einmitt á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna.
 
Mynd: Heimasíða Fjarðabyggðar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.