Konur í fyrsta sinn í meirihluta í hafnarstjórn Fjarðabyggðar

hafnarstjornKonur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta í hafnarstjórn Fjarðabyggðar. Í kjölfar brotthvarfs Eiðs Ragnarssonar úr bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók Pálína Margeirsdóttir sæti hans í hafnarstjórn og því eru nú þrjár konur í hópi fimm stjórnarmanna.

Auk Pálínu eiga þar nú sæti Eydís Ásbjörnsdóttir, Ævar Ármannsson, Kristín Ágústsdóttir og Sævar Guðjónsson, sem jafnframt er formaður hafnarstjórnar.

Á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur fram að um skemmtilega tilviljun sé að ræða, einmitt á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna.
 
Mynd: Heimasíða Fjarðabyggðar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar