Íbúar spurðir álits við mótun áfangastaðarins Austurlands

braedslan 2103 0415 webFerðamálasamtök Austurlands (FAUST), Austurbrú og sveitarfélögin í fjórðungnum standa nú fyrir könnun meðal bæði ferðamanna og íbúa um viðhorf þeirra og upplifun af Austurlandi.

Könnunin er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland. Könnunin er lokahnykkurinn í fyrsta hluta verkefnisins sem er til þriggja ára.

Verkefnið fjallar um að þróa Austurland sem búsetukost fyrir fólk, fjölskyldur og fyrirtæki. Samhliða þeirri vinnu verður Áfangastaðurinn Austurland mótaður í samstarfi hagsmunaaðila,íbúa og sveitarfélög á Austurlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem könnun sem þessi er gerð fyrir Austurland en þar eru bæði íbúar og gestir spurðir í upplifun sína af austfirsku samfélagi og innviðum fjórðungsins.

í haust verður haldin vinnustofa þar sem hagsmunaaðilum verður boðin þátttaka og verkefnið og niðurstöður vinnustofu kynntar ítarlega fyrir íbúum fjórðungsins.

Taka má þátt í könnuninni hér: 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar