Vegurinn til Borgarfjarðar ónýtur: Kann ekki nógu mikið af lýsingarorðum

borgarfjardarvegur 21072015 1 hshJón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, segir sig skorta orð til að lýsa veginum til Borgarfjarðar eystri sem hafi verið með versta móti í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi sumarsins til staðarins.

„Ég kann ekki nógu mikið af lýsingarorðum fyrir veginn. Þetta er hroðalegt ástand. Vegurinn hefur verið með versta móti í sumar og virðist ekki mikil von um úrbætur," segir Jón.

Leiðin yfir Vatnsskarð og um Njarðvíkurskriður er bæði holótt og nokkuð grýtt sem fer bæði illa með dekk og bíla.

Borgfirðingar hafa sérstakar áhyggjur fyrir helgina þar sem von er á 3500 gestum í tengslum við Bræðsluna. Í samtali við Austurfrétt í morgun sagði Jón að stöðugt væri að springa dekk á leiðinni.

Reynt hefur verið að bæta úr en það virðist litlu skilað. Stöðugar rigningar hafa gert ástandið enn verra og við bætist hrun úr skriðunum.

„Ég er ekki að skammast við starfsmenn Vegagerðarinnar, þeir gera það sem þeir geta en vegurinn er einfaldlega ónýtur."

Ergelsi Jóns beinist fremur að þingmönnum Norðausturkjördæmis. Fjármunir voru ætlaðir til úrbóta á samgönguáætlun sem innanríkisráðherra lagði fram rétt fyrir þinglok í sumar en var ekki samþykkt.

„Ég veit ekki hvort það sé verið að varðveita veginn sérstaklega. Það eru 28 km eftir á honum óklæddir. Þetta er eina þéttbýlið sem ekki er komið með bundið slitlag í einhverja átt. Þingmennirnir virðast helst hafa áhuga á að leggja vegi þangað sem enginn býr, eins og á Dettifoss."

Frá Vatnsskarði og Njarðvíkurskriðum. Myndir: Hafþór Snjólfur Helgason

borgarfjardarvegur 21072015 2 hsh

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.