Aukin nýting Norðfjarðarvallar eykur þægindi sjúklinga

petur heimisson 07Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) segir að það myndi auka öryggi og þægindi sjúklinga ef oftar væri hægt að nýta Norðfjarðarflugvöll til sjúkraflugs. Meta þarf ástand og aðstæður hverju sinni sem ákveðið er að leggja sjúklinga inn á Akureyri eða í Reykjavík.

„Þegar þörf skapast á að flytja rúmliggjandi sjúkling frá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN), oftar en ekki á Landspítala eða Sjúkrahúsið á Akureyri, þá myndi það væntanlega alltaf auka þægindi sjúklings ef nýta mætti Norðfjarðarflugvöll og án efa stundum líka öryggi hans.

Auk þess getur þetta í vetrarveðrum og ófærð lengt mjög tímann sem það tekur að koma sjúklingi á Landspítala eða sjúkrahúsið á Akureyri og sú töf í versta falli haft áhrif á horfur sjúklings."

Þetta segir Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA sem einnig bendir á að þeir sem liggi inni á sjúkrahúsi séu almennt veikari en aðrir sjúklingar.

Í fréttum RÚV hefur komið fram að bæjaryfirvöld og fyrirtæki í Fjarðabyggð hyggist bjóðast til að borga helming á móti ríkinu við malbikun vallarins en hún er talin kosta 150 milljónir. Erfiðlega hefur gengið að nýta völlinn síðustu mánuði, meðal annars vegna bleytu. Því hefur þurft að aka sjúklingum í sjúkraflug á Egilsstöðum.

Þá er ónefnt að dæmi eru um að sjúklingum sé fyrst ekið á Norðfjörð og þaðan til baka upp í Egilsstaði í sjúkraflug.

Pétur segist engin gögn hafa um hversu algengar slíkar ferðir séu en slík tilkvik komi upp „af og til." Sjúklingar séu sendir á FSN í rannsóknir sem ekki sé hægt að gera annars staðar í fjórðungnum. Reynt sé að fækka ferðalögum eins og kostur ef hætta sé á að þau hafi neikvæð áhrif á horfur sjúklinga.

Að ýmsu er að hyggja þegar tekin er ákvörðun um flutning sjúklings. Læknar og fagfólk þurfa ekki aðeins að meta læknisfræðilega þætti heldur einnig einnig landafræði, veðurfarslega þætti. „Það er virkilega mikilvægt við þessar aðstæður og fagfólk HSA oftast vel," segir Pétur.

Til viðbótar við faglega ábyrgð bera heilbrigðisstarfsmenn ábyrgð á að nýta þá fjármuni sem ætlaðir eru til reksturs heilbrigðisþjónustu þannig að þeir skil sem flestum sem bestum árangri.

Að sjálfsögðu er okkar fremsta skylda að virða sjálfsforræði sjúklings og gæta heilsufarslegra hagsmuna hans en um leið að meta allar aðstæður. Í því sambandi þurfum við meðal annars að vera meðvituð um að sjúkraflutningur, hvort sem er á landi eða í lofti er ekki hættulaust ferðalag eins og dæmin því miður sanna."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.