Kauptilboð Kjarnafæðis í Norðlenska kolfellt

busaeld hluthafafundur 0008 webYfirgnæfandi meirihluti hluthafa í Búsæld, móðurfélagi kjötiðnaðarfyrirtækisins Norðlenska, hafnaði í dag kauptilboði frá Kjarnafæði á hluthafafundi sem haldinn var á Egilsstöðum.

Sjötíu prósent þeirra sem greiddu atkvæði voru á móti kauptilboðinu, 16,6% sögðu já og 13,4% skiluðu auðu eða gerðu ógilt.

Kjarnafæði lagði í byrjun maí fram kauptilboð í Búsæld ehf., sem er í eigu bænda, á genginu tveir eða upp á 750 milljónir króna.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst töluðu flestir þeirra fundarmanna sem tóku til máls gegn tilboðinu. Þeirra á meðal var stjórnarformaðurinn Óskar Gunnarsson frá Dæli í Skíðadal.

Aðrir fundarmenn töluðu meðal annars um að vont væri að missa félagið úr eigu bænda auk þess sem efasemdir voru um stöðu Kjarnafæðis.

Á fundinum var kynnt mat tveggja fyrirtækja á Norðlenska en þau voru nokkuð samhljóma um að tilboðið væri of lágt. Meðal annars var því haldið fram að í því væri ekkert tillit tekið til ábata af samlegð upp á 500 milljónir króna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.