Alcoa Fjarðaál veitir samfélagsstyrki

IMG 1378Vorúthlutun samfélagsstyrkja úr styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls fór fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum föstudaginn 11. júní. Veittir voru 34 styrkir til fjölbreyttra verkefna á Austurlandi fyrir um 8 milljónir samtals.

Sem dæmi um verkefni sem hlutu styrk má nefna grunnskólann á Beiðdalsvík en þar í bæ stendur til að reisa plánetustíg – líkan af sólkerfinu. Þá fékk félagsmiðstöð aldraðra í Hlymsölum styrk til að festa kaup á langþráðri Overlook saumavél. Þrjú leikfélög á svæðinu fengu styrk og tvær björgunarsveitir. Svo má lengi telja, en hæsta styrkinn í þessari úthlutun eða eina milljón króna hlaut tónlistarhátíðin Eistnaflug á Neskaupsstað.

Hátíðin hefur á síðustu árum verið að festa sig í sessi sem ein helsta tónlistarhátíð landsins. Hátíðin verður haldin í ellefta sinn í júlí og hefur hún stækkað mikið síðustu ár og nú er svo komið að hún flyst úr Egilsbúð yfir í Íþróttahúsið á Neskaupsstað.

Á dagskránni í Sláturhúsinu var auk styrkúthlutunar boðið upp á tónlistaratriði og ávörp. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa lagði í sínu ávarpi áherslu á að Alcoa Fjarðaál væri fyrirtæki sem vill leggja sitt á vogarskálarnar til að skapa betra samfélag fyrir alla sem lifa og starfa á Austurlandi. Þá flutti Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshérað einnig stutt ávarp þar sem hann sagði frá starfsemi Sláturhússins og sögu þess. Um tónlistina sáu þau Margrét Dögg og Auðna Guðgeirsdætur og Hafþór Máni Valsson.

Mynd: Jón Hilmar Kárason tók við milljón króna styrk fyrir hönd Eistnaflugs

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.