Maður slasaðist á hendi er hanski hans festist í víravélinni

alver 14082014Starfsmaður Fjarðaáls, sem var að vinna við víravélina í steypuskálanum, slasaðist á hendi í síðustu viku er hanski hans festist í hjóli þannig að höndin togaðist með hjólinu og skorðaðist föst.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðaáli var maðurinn að sinna reglubundnu viðhaldi á vélinni þegar óhappið varð.

Hann meiddist á handarbaki en ætti að ná sér að fullu. Ekki er ljóst hversu lengi starfsmaðurinn verður frá vinnu, það veltur á hversu hratt sárin gróa.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi álversins, segir að farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að reyna að koma veg fyrir að annað slys verði við sömu aðstæður, líkt og ávallt þegar slys beri að höndum. Nú sé verið að fara yfir vinnuferla og reynt að breyta þeim og bæta.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.