Tæplega 40 milljóna króna hagnaður hjá Vopnafjarðarhrepp

vopnafjordur 2008 sumarSamtals 39 milljóna hagnaður varð af rekstri Vopnafjarðarhrepps á síðasta ári. Sveitarfélagið er langt undir þeim skuldaviðmiðum sem sett eru upp í reglum.

Þetta kemur fram í greinargerð sveitarstjóra með ársreikningi sem samþykktu var á fundi hreppsnefndar í síðustu viku.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð um 39 milljónir króna, þar af var hagnaður af rekstri A-hluta jákvæður um tólf milljónir.

Heildartekjur voru um 893 milljónir og segir í greinargerðinni að rekstur málaflokka hafi í flestum tilfellum verið í samræmi við fjárhagsáætlun. Nokkur frávik voru, meðal annars þar sem launahækkanir ákveðinna starfsstétta urðu hærri en áætlað var. Starfsfólki og stjórnendum er þakkað fyrir góðan árangur.

Heildarfjárfestingar ársins 2014 námu 103 milljónum króna en þar af námu fjárfestingar A hluta 57 milljónum króna.

Heildareignir A og B hluta sveitarfélagsins námu í lok árs 2014 um 1.400 milljónum króna., samanborið við 1.384 milljónir árið áður. Heildarskuldir samstæðunnar námu um 638 milljónum og lækkuðu milli ára um 3,5%.

Í úttektum fjármálastofnana hefur komið fram að hreppurinn sé eitt best stæða sveitarfélag landsins. Skuldir sem hlutfall af tekjum voru 63,1% í árslok en lög gera ráð fyrir að hlutfallið sé lægra en 150%. Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára er jákvæður og fjárhagsæáætlanir gera ráð fyrir að svo verði áfram.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.